Námskeið/fyrirlestrar

Ég hef starfað undanfarin ár hjá Lausninni sjálfsræktarsamtökum, þar hef ég verið með:

  • Hugleiðslunámskeið
  • “Lausn eftir skilnað” –  námskeið fyrir fólk sem er að fara í gegnum sorg eftir skilnað og þarf að læra að fóta sig á ný
  • Í kjörþyngd með kærleika – námskeið þar sem fókusinn er á hamingjustuðul frekar en þyngdarstuðul, – s.s. farið í orsakir fyrir að halda ekki kjörþyngd frekar en afleðiingar.
  • “Ég get það” – framkomu, tjáningar og sjálfstyrkingarnámskeið
  • “Vertu til er vorið kallar” – úr gömlum siðum í nýja

Einnig hef ég boðið upp á fyrirlestra undir heitinu “Betra líf” – og “Meðvirkni er ekki góðmennska”

Ég hef skipulagt sjálfstyrkingu heila starfsdaga eins og í leikskólanum Hvanneyri – Andabæ og síðan “Grímulausan dag” í Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum.   Þar var ég einnig með námskeið um “Skilyrðislausa hamingju” – fyrir fólk í starfsendurhæfingu.

Það verður gaman að geta tengt þessa kunnáttu mína inn´í prestsþjónustuna.

Leave a comment